Art2000-logomusik.is/art2000
g e s t i r
English
English
--------- Forsíða --------- hilthor@ismennt.is ---------

Trevor Wishart----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Trevor Wishart (f. 1946) er Englendingur sem hefur einbeitt sér nær einvörðungu að raf- og tölvutónlist og söngtónlist. Hann hefur verið gestatónskáld við stofnanir í Ástralíu, Kanada, Hollandi og Bandaríkjunum og við háskólana í York og Cambridge. Verkapantanir hefur hann fengið hvaðanæva að og tónsmíðar hans hafa unnið verðlaun við flestar virtustu tölvutónlistarhátíðir heimsins, eins og t.d. Gaudeamus í Hollandi, Ars Electronica í Austurríki og Bourges í Frakklandi. Einnig hefur hann skrifað bækur um tækni og fagurfræði raftónlistar og stóran hluta af hljóðvinnsluforritunum í Composers' Desktop Project tölvutónlistarkerfinu. <Meira um Wishart>

George Lewis----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Peter Apfelbaum (f. 1960)
er Bandaríkjamaður sem hefur leikið á trommur, píanó og saxófón frá unga aldri. Hann hefur starfað með hópunum Berkeley Arts Company, Hieroglyphics Ensemble, sextett undir eigin nafni og Pagan Love Ochestra, auk þess að starfa með tónlistarmönnum og sveitum eins og Don Cherry, No Good Time Fairies, Phish, Cecil Taylor og Don Buchla. Hann hefur einnig samið tónverk fyrir Kronos kvartettinn og sænsku útvarpshljómsveitina. <Meira um Apfelbaum>

Jöran Rudi----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Jøran Rudi (f. 1954) er Norðmaður sem byrjaði tónlistarferilinn með rokkhljómsveitinni „Kjøtt“ en fór svo í klassískt tónlistarnám við New York University. Hann hefur síðan einbeitt sér að tölvutónlist og gert tónlist fyrir dans, kvikmyndir, gjörninga og Multi-Media. Tónlist hans er flutt út um allan heim. Hann gegnir nokkrum listtengdum störfum í Noregi og erlendis, auk þess að vera forstöðumaður NoTAM (Norwegian network for Technology, Acoustics and Music) stofnunarinnar og yfirritstjóri ArtNet í Noregi. <Meira um Rudi>

Konrad Boehmer----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Konrad Boehmer (f. 1941)
er Þjóðverji sem lærði tónsmíðar hjá G. M. Koenig og lauk doktorsgráðu í tónlistarfræðum í Köln. Árið 1966 flutti hann til Hollands og hóf störf við Instituut voor Sonologie. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hennar frá 1989, auk þess að kenna við konunglega tónlistarháskólann í Haag. Einnig hefur hann starfað sem tónlistarblaðamaður, formaður hollenska tónskáldafélagsins, formaður hollensku höfundarréttarsamtakanna og formaður alþjóðasamtaka tónskálda og textahöfunda. Auk þess að semja tónlist hefur Boehmer skrifað mikinn fjölda af greinum og fyrirlestrum um flest svið raf- og tölvutónlistar. <Meira um Boehmer>

Paul Lansky----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Paul Lansky (f. 1944) er Bandaríkjamaður sem lærði tónsmíðar við Princeton háskólann. Upp úr 1970 fór hann að vinna með tölvur og síðan þá hafa flest verk hans verið fyrir þann miðil. Verk hans hafa oftast byggst á tali eða umhverfishljóðum þar sem tölvan er notuð sem einskonar hljóð-smásjá sem kafar ofan í smáatriði hversdagshljóðheimsins og sýnir nýjar hliðar á honum. Hann hefur skrifað sinn hugbúnað sjálfur og ber þar helst að nefna forritin Cmix og „rt“. Lansky kennir tónsmíðar við Princeton háskólann og hefur verið forstöðumaður tónlistardeildarinnar þar frá 1990. <Meira um Lansky>

Jack Vees----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Jack Vees (f. 1955)
er bandarískt tónskáld og rafbassaleikari. Hann lærði tónsmíðar við California Institute of the Arts hjá Louis Andriessen, Vinko Globokar og Morton Subotnik. Hann hefur verið virkur bæði sem flytjandi og tónskáld þar sem hann hefur komið fram á stöðum allt frá rokk-klúbbum í New York til evrópskra listahátíða, og fengið verkapantanir frá Ensemble Modern, Zeitgeist og California EAR Unit. Einnig er hefur hann skrifað bók um yfirtóna á bassa sem hefur orðið grundvallarlesning fyrir bassaleikara frá útkomu árið 1979. Vees er núna forstöðumaður CSMT (Center for Studies in Music Technology) við Yale háskólann. <Meira um Vees>

Åke Parmerud----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Åke Parmerud (f. 1953) er Svíi sem eftir feril sem ljósmyndari og rokktónlistarmaður, og eftir nám við Gautaborgarháskóla og EMS tónverið í Stokkhólmi, hefur starfað sem raftónskáld frá 1978. Hann hefur vakið mikla alþjóðlega athygli sem kraftmikill smiður raftónlistar og Multi-Media verka sem oftar en ekki hafa ráðist af miklu afli á skilningarvit áheyrenda. Verk hans hafa unnið til fjölmargra alþjóðlega verðlauna, t.d. á Bourges og Art Electronica hátíðunum, auk sænskra Grammy verðlauna. Verkapantanir hafa borist beggja vegna Atlantshafsins og tónlist hans er flutt út um allan heim. <Meira um Parmerud>

Clarence Barlow----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Clarence Barlow (f. 1945)
er enskur ríkisborgari, fæddur og uppalinn á Indlandi og menntaður á Indlandi þar sem hann lærði raungreinar og indverska tónlist, og í Þýskalandi þar sem hann lærði tónsmíðar hjá Herbert Eimert, Bernt Alois Zimmerman og Karlheinz Stockhausen. Frá 1971 hefur hann notað tölvu mikið til þess að reikna út tónsmíðaferli sem síðan eru notuð í verkum fyrir venjuleg hljóðfæri. Þekktastur er hann líklega fyrir hið gríðarstóra píanóverk Çogluotobüsisletmesi og ýmis verk fyrir sjálfspilandi píanó. Hann býr til skiptis í Köln og Amsterdam þar sem hann kennir við Tónlistarháskólann í Köln og er listrænn framkvæmdastjóri Instituut voor Sonologie í Haag. <Meira um Barlow>

Wayne Siegel----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Wayne Siegel (f. 1953) er Bandaríkjamaður sem lærði tónsmíðar í Danmörku og hefur starfað þar síðan. Hann hefur samið mikið af tónlist þar sem blandað er saman tölvuhljóðum og lifandi hljóðfærum. Síðari árin hefur hann einnig unnið tónlist fyrir dansara þar sem líkamsskynjarar gera dansaranum kleyft að stjórna framrás tónlistarinnar. Verk hafa verið pöntuð af honum frá m.a. Kronos Kvarttetinum, Singcircle og Harry Sparnaay, auk margra danskra hópa og tónlist hans hefur verið flutt út um allan heim. Hann er núna forstöðumaður DIEM stofnunarinnar (Dansk Institut for Elektroakustisk Musik) í Århus. <Meira um Siegel>

Bernhard Guenter----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Bernhard Günter (f. 1957)
er þýskt tónskáld sem hóf ferilinn með því að leika á trommur og rafmagnsgítar í rokkhljómsveitum. Frá 1980-86 dvaldi hann í París þar sem hann sótti fyrirlestra við IRCAM stofnunina og Collége de France til þess að tileinka sér nútíma tónsmíðatækni. Eftir endurkomuna til Þýskalands fór hann að vinna að því að gera tónlist með hjálp tölvu. Frá 1993 hefur hann síðan gefið út röð af geisladiskum sem hafa gert nafn hans þekkt meðal aðdáenda tilraunatónlistar um heim allan. <Meira um Günter>

Wayne Siegel----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Don Buchla er Bandaríkjamaður sem er menntaður jöfnum höndum í eðlisfræði og tónlist. Hann hefur komið víða við, frá því að starfa við geimrannsóknir og framleiða hjálpartæki fyrir sjóndapra til þess að smíða ný hljóðfæri, eins og t.d. Buchla hljóðgerflana frægu, og semja Multi-Media verk. Sem tónlistarmaður hefur hann unnið með fólki eins og David Rosenboom, Anthony Braxton, David Wessel, Morton Subotnik og George Lewis. Síðustu árin hefur hann einbeitt sér að því að þróa ný viðmót fyrir rafhljóðfæri og mun á tónleikunum sýna tvær nýrri uppfinningar sínar, ljóshljóðfærið Lightning og "ofur"-slagverkshljóðfærið Marimba Lumina. <Meira um Buchla>

Hans Peter Stubbe Teglbjærg----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hans Peter Stubbe Teglbjærg (f. 1963)
er dani sem lærði tónsmíðar við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og fór síðan í framhaldsnám í tölvutónlist við Instituut voor Sonologie í Haag og IRCAM stofnunina í París. Hann kenndi um tíma við IRCAM og hefur einnig unnið við tónverin ZKM í Karlsruhe, DIEM í Århus og ACROE í Grenoble. Teglbjærg hefur verið sjálfstætt starfandi tónskáld síðan 1996 og einbeitt sér að verkum sem sameina tölvuhljóð og lifandi hljóðfæri. <Meira um Teglbjærg>

Martin Knakkegaard----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Martin Knakkegaard (f. 1955) er Dani og lektor við tónlistardeild Álaborgarháskóla þar sem hann hefur undanfarinn áratug byggt upp nám í tónlistartækni, bæði sem aðalgrein og sem aukagrein hjá öllum nemendum deildarinnar. Þar að auki hefur hann skrifað bækur og fjölda greina um tölvutónlist, ásamt því að rannsaka samband tölvutækni og tónlistar í víðustu merkingu.... <Meira um Knakkegaard>

Biosphere (Geir Jenssen)----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Biosphere
Undir Biosphere nafninu hefur Geir Jenssen gert fimm skífur sem hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Hann hefur einnig fengið pantanir frá norsku ríkiskonsertunum, unnið ýmis samvinnuverkefni og haldið tónleika víða um heim. Mikla athygli vakti t.d. re-mix hans á nokkrum klassískum rafverkum norska tónskáldsins Arne Nordeim undir nafninu Nordheim Transformed. Biosphere hefur um árabil verið eitt stærsta nafnið í geira ambient tónlistar.. <Meira um Biosphere>

---------------------------------------- Uppfært 10. okt. 2000 --------------------------------------------- hilthor@ismennt.is ----------------------------------------


--------- © 2000 Músík og saga