Líklega með það í huga....

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 11. október 1996.


Inngangur.

Á síðastliðnu ári, nánar tiltekið í október, voru fluttir fjórir þættir í Ríkisútvarpinu um Jón Leifs. Hefur þáttahöfundur, Hjálmar H. Ragnarsson svo sannarlega verið ötull við að kynna tónlist Jóns Leifs um víða grundu og getum við verið stolt af því framtaki hans. Í allflestum tilfellum hefur tekist mjög vel til við kynningu þessa og hefur hún vakið áhuga og umræðu á Jóni Leifs, lífi hans og starfi. Ég efast ekkert um að það hefði verið honum á móti skapi að við yngri menn á bráðum 100 ára ártíð hans höldum nafni hans lifandi með blaðaskrifum - þó svo þau geti oðið dálítið "ómstríð" á stundum.

Í framhaldi af þáttunum urðu nokkur blaðaskrif (Mbl. 11.nóv, 22. nóv. og 28. nóv.1995) milli Jóns Þórarinssonar og Hjálmars um áreiðanleika uppl¦singa - og ekki síst, túlkun heimilda sem Hjálmar styðst við. Í greinum sínum tveimur (Mbl.11. og 28. nóv. 1995) rakti Jón Þórarinsson nokkur atriði úr þáttunum sem hann hafði athugasemdir við og standa þau atriði að mínu mati fullkomlega ennþá.

Í sumar sem leið fékk ég tækifæri til að hlusta á þættina í Ríkisútvarpinu til að gera mér betur grein fyrir því sem sagt var og á hvern hátt. Nú þegar þættirnir hafa verið endursendir á leiréttingar sé ég ástæðu til að nefna nokkur ákveðin atriði, og þá helst það atriði að Páll Ísólfsson hafi átt einhvern þátt í því að Jón Leifs sendi ekki inn kantötu á Alþingishátíðina 1930. Um leið og þáttahöfundur leiðréttir ekki þær rangfærslur sem bent hefur verið á, þá leggur hann "nafn sitt sem fræðimanns" (hans eigin orð) að veði.

Það að klippa út setningu með rangfærslu við endursendingu útvarpsþáttar lít ég ekki á sem leiðréttingu. Eftir stendur fullyrðing úr fyrstu þáttunum - og orð höfundar í svargrein sinni um að hljómsveit sú er lék á Alþingishátíðinni hafi verið "dönsk-íslensk" eins og hann vildi víst sagt hafa. Benda má á að næstum nákvæmlega sama setning og sögð var í útvarpsþáttunum um að hljómsveitin hafi verið dönsk stendur í íslenskri þ¦ðingu á ritgerð Carl-Gunnars Åhlen um Jón Leifs sem birtist Lesbók Morgunblaðsins 8.og 15. september 1990: "Var Hátíðarkantatan svo flutt með mikilli viðhöfn á Þingvöllum sumarið 1930 þar sem afar fjölmennur kór söng ljóðin við undirleik danskrar sinfoníuhljómsveitar..." en það skrifast að sjálfsögðu ekki á þáttahöfund! Þrátt fyrir nokkra danska aðstoðarmenn þá var það Hljómsveit Reykjavíkur sem lék á hátíðinni eins og Jón Þ. hefur bent á. Ef þessir dönsku aðstoðarmenn hafa gert hljómsveitina danska á einhvern hátt þá getur maður spurt sig hvort Sinfoníuhljómsveit Íslands hafi nokkurn tíma verið íslensk.

Ég tek undir athugasemdir Jóns Þórarinssonar og segi þáttahöfund hafa tekið sér visst skáldaleyfi - jafnvel heilmikið - í túlkun sinni á umsögnum erlendra blaða um tónleikana í Kaupmannahöfn árið 1938. Það þarf góðan vilja til að komast að niðurstöðu Hjálmars. En nú að aðalatriðinu.

Undirbúningur Alþingishátíðarinnar.

Í marsmánuði 1925 skipaði ríkisstjórnin þriggja manna nefnd til að gera tillögur um framkvæmdir og ráðstafanir á Þingvöllum vegna hinnar væntanlegu Alþingishátíðar árið 1930. Árið 1927 var svo að auki valin þriggja manna nefnd til að finna hátíðarljóð en í henni sátu dr. Sigurður Nordal, Árni Pálsson og dr. Guðmundur Finnbogason. Á sama tíma voru valdir 5 menn til að gera tillögur um lög við hátíðarljóðin og um önnur söngmál hátíðarinnar, en þeir voru: Sigfús Einarsson, Jón Laxdal, Árni Thorsteinsson, Jón Halldórsson og Páll Ísólfsson. Sigfús Einarsson sem var síðar skipaður söngstjóri hátíðarinnar 22. maí 1928 en í ritnefnd voru skipaðir. Páll Ísólfsson, Emil Thoroddsen og Þóarinn Jónsson þ.6. júní s.á. Þegar tónlistarnenfndin var skipuðu hafði undirbúningsnefndinni borist þrjú bréf frá Jóni Leifs þar sem hann óskaði eftir að koma til Íslands með þ¦ska hljómsveit til að leika á hátíðinni. Því var alfarið hafnað. Ég tel að Í þessari höfnun er að finna ástæðu þess að Jón Leifs tók ekki þátt í Alþingishátíðinni 1930.

Árið 1926 fór Jón Leifs heilmikla frægðarför til Norges, Færeyja og Íslands með Fílharmoníuhljómsveit Hamborgar og um svipað leyti var á Íslandi farið af alvöru að ræða skipulag tónlistarmála á Alþingishátíðinni. Í gleði sinni yfir framtaki sínu og velgengni við að koma með hljómsveit til Íslands taldi Jón sér allir vegir færir. En samskipti Jóns við hátíðarnefndina urðu ekki til að auka hróður hans, hvorki hjá undirbúningsnefndinni sjálfri né tónlistarnefndinni eins og síðar á eftir að kom fram.

Um kantötu Jóns Leifs og hátíðina.

Íslenskum tónskáldum barst tilkynning um samningu kantötu við hátíðarljóð Alþingshátíðarinnar í byrjun september 1928. Í framhaldi af því bars undirbúningsnefnd hátíðarinnar bréf frá Jón þar sem hann biður um ljóðin og segir m.a.:

Ef ljóðaflokkurinn er þannig að mig f¦sir að semja lag við hann, þá vildi ég beiðast þess að mega gera tillögur um hvernig samkeppni tónskáldanna verður hagað.

Jóni var ekki nóg að fá ljóðin eins og öðrun tónskáldum; hann vildi einnig fá að hafa áhrif á tilhögun keppninnar. En þá þegar, nokkrum mánuðum áður, hafði Jón Leifs komist að þeirri niðurstöðu að undirbúningsnefndin hefði hafnaði honum. Í bréfi til Íslands dagsett 2. maí 1928 skrifar Jón Leifs m.a.:

Ég hlaut að líta á aðgerðir nefndarinnar sem beina tilraun til þess að útiloka mig alveg bæði frá hljómstjóra og tónhöfund úr tónmentalífi Íslendinga. Ég hlaut að ganga út frá því vísu að nefndin vissi að ég þurfti ekki nema opinbert umboð íslenzkra yfirvalda til þess að annast hljómslátt 1930 til þess að ég fengi þann stuðning héðan, sem gerði mér allar framkvæmdir færar.....En ég hlaut einnig að ganga út frá því vísu að nefndin vissi að ég get ekki komið til greina sem tónskáld 1930 á þeim grundvelli sem nefndin hefur skapað...

Mikill var vegur Jóns og mikil voru örlög hans. Það að undirbúningsnefndin gekk ekki að þeim tillögum Jóns Leifs um að koma til Íslands með þ¦ska hljómsveit til að leika á Alþingishátíðinni og að hann fengi ekki að vera með í ráðum - eða vægast sagt ráða hvernig tónlistarmálum yrði háttað á hátíðinni - virtist að mati Jóns koma í veg fyrir að hann yrði þátttakandi í hátíðinni sem tónskáld. Jón hefur eflaust rakið raunir sínar við sína nánustu enda barst Sigfúst Einarssyni bréf frá einum velvildarmanna hans, Kristjáni Albertssyni um aðild Jóns að hinni væntanlegu Alþingishátíð. Kristján biður Sigfús þess m.a. að Jón Leifs fái að stjórna hljómsveitinni á Þingvöllum. Fram kemur í bréfinu að það er skrifað án vitundar Jóns. Kristján skrifar í lokin:

...Mér hefir alltaf þótt óskemtileg sundurþykkjan milli J.L. og ykkar heima, ég geng þess ekki dulinn hverja sök á þar að máli skaplyndi hans, en ég myndi fagna því að hún eyddist og samvinna tækist... J.L. hefir nú dvalið á annan áratug í höfuðlandi tónlistarinnar og helgað henni mikla hæfileika og eldheitan áhuga. Hann hefur átt örðugt uppdráttar sakir þess að hann er útlendingur í landi sem á fjölda hljómlistarmanna fram yfir þarfir sínar .

Hér kemur ¦mislegt fram sem ber að athuga. Kristján er með getgátur þess efnis að líklega muni skaplyndi Jóns eiga þátt í þeirri "sundurþykkju" sem sé milli Jóns og tónlistarmanna á Íslandi og er það líklegast rétt. Jón áleit sig yfir öll íslensk tónskáld hafinn hvað varðaði kunnáttu sína og gæði tónsmíða sinna,eins og má lesa í svari Sifúsar hér að neðan. Annað athyglisvert kemur einng fram í bréfi Kristjáns og það er ástæðan fyrir því hvers vegna Jón hafi átt "örðugt uppdráttar" í Þ¦skalandi, þó það komi þessum skrifum ekki beint við. Þjóðverjar áttu nóg af velmenntuðu tónlistarfólki sem enga atvinnu hafði. Því var ekkert öðruvísi háttað í Þ¦skalandi en á Íslandi, eða í öðrum löndum, að yfirleitt gengu heimamenn fyrir í störf, og var beinlínis barist fyrir því síðar á Íslandi að útlendingar gengju ekki í störf sem heimamenn gætu sinnt.

 

En hverju svaraði Sigfús þessari málaleitan Kristjáns?. Eftir að hafa rakið hvernig söngmálum hátíðarinnar var háttað frá uppafi skrifar hann:

Nú leyfi jeg mér að spyrja yður:

Teljið þjer líklegt, að Jón Leifs vildi eða þættist geta tekið að sjer stjórn kantötunnar eftir alt, sem hann hefir sagt um það mál í brjefum og blöðum? Getið þjer ennfremur búist við því, að hann vildi hafa afskifti af hinum gömlu lögum (historiskum konsert), úr því að hann virti ekki einu sinni söngmálanefndina svars, er hún skrifaði honum um þau (24. nóv.f.á.) - fyr en 4. mars þ.á. og svaraði þá loks alveg út í hött. Og haldið þjer að síðustu, að hann mundi kæra sig um að stjórna flutningi n¦rra tíma tónsmíða, íslenskra (sennil. eftir ¦msa höfunda), úr því að hann álítur, að "önnur listræn og þjóðleg tónverk eru ekki til en þau verk, sem ég (þ.e. Jón Leifs) hefir samið og mun semja"? Jeg efast um það. - En sem sagt, hljómstjórieða hljómstjórar verða ekki skipaðir nú þegar. Þegar til þess kemur, stafar Jóni engin hætta af "óvild" frá minni hálfu, því að hún er ekki til. Samúð eða andúð mundi og engu ráða um tillögu mínar í þeim efnum sem hjer er um að ræða. Hitt er annað mál að Jón hefir sjálfur á ¦msan hátt - með brjefum sínum til undirbúningsnefndarinnar o.fl. og fl. komið því til leiðar, að það hl¦tur að vera vafamál hvort ráðlegt væri eða fært að bera fram tillögu um aðstoð hans. Það gæti helst bjargað ef frá Jóns hendi kæmi tónverk eftir hann sjálfan sem tekið yrði til flutnings... .

Athyglisverð er síðasta setningin í tilvitnunni hér að ofan. Jón var sjálfur búinn að fyrirgera rétti sínum til þátttöku í hátíðinni. Þar sem undirbúningsnefndin taldi sig ekki geta gengið að kröfum Jóns þá smátt og smátt dvínaði áhugi hans á að taka þátt í hátíðinni. Þann 9. janúar 1929 skrifar Jón Páli bréf þar sem ræðir um kvæðin en segir svo:

mér persónulega er ekki neitt áhugamál sem þetta snertir því að mjög óvíst er hvort ég tek þátt í samkeppninni; mun þó skyldunnar vegna skrifa hátíðarnefndinni um það, til þess að ganga úr skugga um hvort skilyrði til þátttöku minnar eru gefin eða ekki

Það var semsé "Jón allur" sem var falur ekki eingöngu verk frá honum.

Nú leiðað hausti og skilafresturinn var nánd. Í september skrifaði Jón svo tónlistarnefndinni svohljóðandi bréf sem að mínu mati sk¦rir raunverulega stöðu málsins.

Háttvirta nefnd!

Því miður get eg ekki tekið þátt í samkepninni um tónsmíð við Þingvallaljóð Davíðs Stefánssonar. Að vísu hef eg í smíðum kantötu fyrir blandað kór og litla sinfoníuhljómsveit við sjö kvæði úr hátíðarljóðum Davíðs, en eg hefi ekki getað starfað að tónsmíðum um sumarmánuðina og verður verkið ekki fullklárað fyrr en í desember, sennilega. Skyldi nefndi óska að láta athuga verk mitt, þá er það velkomið og nægja í rauninni þeir kaflar, sem nú eru fullgerðir í partitur, til þessa að gefa hugmynd um tónstílinn og gildi verksins..

Þann 27. september árið 1929 var bréfið frá Jón Leifs tekið fyrir til umsagnar í tónlistarnefndinni og í dagbók Sigfúsar segir: [sept] "27. Brjef frá Jóni Leifs til umsagnar. Tilkynning um að hann hafi í smíðum kantötu við 7 kafla úr hátíðarljóðum Davíðs. B¦st við að verkið verði "fullkárað" "í desember sennilega". Kveðst skuli senda verk sitt til athugunar ef nefndin óski. Tjáði framkvæmdastjóri að þessu boði Jóns væri sjálfsagt að taka og lofaði hann að síma Jóni þegar, að hann sendi handrit sitt til sendiráðs Íslands í Kaupm.höfn" .

Framkvæmdastjóri sendi síðan Jóni Leifs símskeyti þar sem hann óskaði eftir að hann sendi handrit sitt í sendiráðið. Viðbrögð Jóns við þessari ósk voru þau að hann skrifaði sendiráðinu bréf þar sem kemur fram hversu klofinn Jón Leifs var í samskiptum við fólk. Hann var hinn auðmjúkasti í ofangreindu bréfi til nefndarinnar, en síðan ekkert nema hortugheitin í hennar garð í bréfi sínu til sendiráðsins. Í því segir m.a.:

Háttvirtur sendiherra!

Frá framkvæmdarstjóra Alþingishátíðar 1930 fekk eg símskeyti með beiðni um að senda yður þá kafla af kantötu minni op.13 við 7 af hátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar, sem fullkláraðir væru. Ég leyfi mér því virðingarfyllst að spyrjast fyrir um hvaða fyrirmæli þér hafið fengið um þetta, þ.e. hvað þér munduð gera við handritakaflana.

Eg óska ekki að taka þátt í samkeppni um slíka tónsmíð, enda ógerlegt, þar sem að eins 3 kaflar af 7 eru tilbúnir í paritúr. Öðru máli gegnir ef á að skera úr hvort æskilegt sé að eg klári verkið í tæka tíð og að það verði flutt á hátíðinni. Hver ætti að athuga það atriðið? Eg get ekki fallist á að veita þeim mönnum úrskurðarvald í þeim efnum, sem ekki geta talist hlutlausir í minn garð eða líta á hinn forníslenzka þjóðlagastíl tvísöngva og ríma sem ólistrænana "barbarisma"...

Ástæða þess að Jón var beðinn að senda handritið í sendiráðið var sú að Sigfús var á förum til Danmerkur með önnur handrit sem borist höfðu í keppnina. Framhaldið þekkja menn.

Það er að framansögðu ástæðulaust að túlka persónuleg skrif Jóns Leifs til móður sinnar í þá átt að Páll Ísólfsson hafi á nokkurn hátt komið í veg fyrir þátttöku Jón Leifs sem tónskáld á hátíðinni. Hafi einhver reynst Jóni Leifs vel á lífsleiðinni þá var það Páll Ísólfsson - og efast ég ekkert um að Hjálmar sé sammála því. En þeir voru ekki alltaf sammála um tónlist og er ekkert saknæmt í því. Það er rétt hjá Hjálmari að þættirnir fjölluðu um Jón Leifs en ekki Pál, en það var engin ástæða að fjalla um Jón Leifs á kostnað Páls né annarra. En lífsstarf sem tónskáld og baráttumann að réttindum tónskálda tekur enginn frá Jóni og er full ástæða til að undirstrika það hvar sem er. Ég er samt ekkert viss um að það sé tónlist Jóns Leifs til framdráttar að hinn "rauverulegi Jón Leifs" sé dreginn upp á yfirborðið - allra síst á þann hátt að gera lítið úr samferðamönnum hans, því það yrði aðeins gert "líklega með það í huga"...



Heim

20. janúar 1997

© Bjarki Sveinbjörnsson