Tónlistarhátið tónskáldafélagsins 1957.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Haustið 1955 stóð til af hálfu Tónskáldafélagsins að minnast 10 ára afmæli þess með því að halda tónlistarhátíð þar sem flytja skyldi eingöngu íslenska tónlist. En á síðustu stundu var Íslensku tónlistarhátíðinni frestað vegna skorts á sinfóníuhljómveit. Útvarpsstjóri, Vihljálmur Þ. Gíslason hafði lagt niður sinfóníuhljómveitina á vegum útvarpsins og því strandaði allt af sjálfu sér. Hljómsveitin var síðar stofnuð að nýju 1956 og í apríl árið eftir varð draumurinn um Íslenska tónlistarhátíð að veruleika.

Dagana 27. - 30. apríl 1957 var hátíðin haldin í Reykjavík í tilefni af 10 ára afmæli Tónskáldafélagsins (sem að vísu var árið 1955). En hvernig mátu ungu tónskáldin stöðu sína, hvernig var starf þeirra metið af "hinum eldri"? Jórunn Viðar tónskáld hugleiddi það í tímaritsgrein sama ár:

Sundrungin og samstöðuleysið náði líklega hápunkti sínum þessum áratug; ekki bara í tónlistinni, heldur flestöllum öðrum listgreinum. Jórunn Viðar skrifar ennfremur:

Á hátíðinni var gefin ákveðin mynd af stöðu tónsköpunar í landinu, þó svo ýmislegt hafi vantað þar á. Viðhorfin til hins nýja og hins gamla birtist kannski helst í umfjöllun um tónleikana, annars vegar frá Jóni Þórarinssyni, sem teljast verður á þessum tíma til yngri kynslóðarinnar, og hinsvegar umfjöllun Eggerts Stefánssonar söngvara, sem hóf sinn söngferil árið 1916, árið áður en Jón fæddist. Um verk Jóns Nordal, Sinfonietta Seriosa skrifaði Jón Þórarinsson: "Þetta er að dómi þess, er þessar línur ritar, athyglisverðasta verk hátíðarinnar, þaulhugsað, vel unnið, hugmyndaríkt og á margan hátt glæsileg tónsmíð...... Eggert Stefánsson skrifar hinsvegar um þetta verk: "Sinfonietta - lítil sinfónía eftir Jón Nordal. - Fannst mér hún ekki nógu lítil". Í mati þessara tveggja manna mætist nýji og gamli tíminn, og einmitt á þessum árum verða kynslóðaskipti, og ekki síst stílskipti í íslenskri tónsköpun. Nýtt líf kemur inn í íslenskt tónlistarlíf og tími nýrra viðhorfa, í takt við það sem var að gerast á hinum norðurlöndum.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998