Myrki Músíkdagar

1980
1982
1983
1984
1985
1989
1991
1993
1995


ÁGRIP AF SÖGU
Eitt af baráttuálum ísleskra tónskálda frá upphafi hefur verið að fá tónlist sína flutta opinberlega. Frá stofnun Tónskáldafélagsins hefur þessi barátta í höfuðdráttum verið háð við stofnanir eins og Ríkisútvarpið og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árangurinn hefur verið mismunandi - stundum gengið þokkalega en stundum hafa forráðamenn þessara stofnana látið eins og íslensk tónlist væri ekki til.

Haustið 1959 var félagsskapurinn Musica Nova stofnaður og átti sá vettvangur eftir að vera samnefnari "skapandi og flytjandi listamanna" við flutning nýrrar íslenskrar og erlendrar tónlistar á tónleikum þess næstu 13 árin - en þá lagðist starfsemi þessa félagsskapar í dvala.

Í framhaldi af fráfalli Jóns Leifs árið 1968 verða kynslóðaskipti í stjórn Tónskáldafélagsins og urður á næsta áratugi Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson - sá síðarnefndi sem formaður í 10 ár - mest áberandi og drífandi í starfsemi félagsins. Frá árinu 1980, fyrst á hverju ári en síðar annað hvert ár, hefur verið haldin tónleikaröðá vegum Tónskáldafélagsins undir heitinu Myrkir Músíkdagar.

Í fundargerð aðalfundar 10. febrúar 1979 stendur m.a.:

Hugmyndin fékk strax mikið fylgi meðal félagsmanna og lögðu margir hönd á plóginn til að sem best mætti standa að þessu tónleikahaldi.

Í tónleikakrá Myrkra Músíkdaga fyrir árið 1982 stendur m.a.:

Margvíslegt form hefur verið á hátiðunum og hefur það gert tónleikahaldið fjölbreytt og má þar nefna sýningu á handritum tónskálda, fyrirlestrahald um einstök tónskáld, samstarf við fleiri félög og stofnanir um tónleikahald, panta ný verk af einstökum tónskáldum til flutnings á tónleikunum. Þó svo hátíðin sé aðeins haldin annað hvert ár, þá er hún helsti vettvangur nýrrar íslenskrar tónlist. Hátíðin hefur veitt birtu inn í menningarlíf Íslendinga í mesta skamdegi ársins.


Forsíða

Bjarki Sveinbjörnsson©
11. október 1998