|  STR-33336 Stradivarius 1993Aldo Clementi er fæddur á Sikiley árið 1925 og er einn af áhrifamestu og jafnframt sérstæðustu tónskáldum Ítala á síðari hluta tuttugustu aldar. Hann kom til Íslands sumarið 1993 til að vinna með okkur að upptökum. Við tókum upp eitt gamalt verk sem er löngu orðið klassík á Ítalíu; Triplum fyrir flautu, klarinettu og óbó og fjögur nýrri verk: Berceuse (1979) fyrir bassaklarinettu, víólu, selló og piano preparato
Adagio (1983) fyrir fiðlu, víólu, selló og píanó preperato
Scherzo (1985) fyrir flautu, klarinettu, fiðlu og víólu
Impromptu (1989) fyrir klarinettu og strengja og strengjakvartett.
 Ricarrdo Nova (f. 1960) er einn athyglisverðasti fulltrúi sinnar kynslóðar á Ítalíu. Hann sækir m.a. hugmyndir sínar til ritmískrar indverskrar tónlistar en hann hefur dvalið lengi á Suður-Indlandi. Á seinni árum hefur tecno-tónlistin einnig komið við sögu hjá Riccardo Nova. Hann kom eins og Clementi til Íslands sumarið 1993 og vann með okkur að upptökum fjögurra verka: Carved Out (1988) fyrir flautu, óbó, klarinettu, bassaklarinettu og strengjakvartett
Sex Nova Organa fyrir flautur, klarinettur, fiðlu, víólu, selló og píanó
Sequentia Super Sex Nova Organa (1992) fyrir flautur, klarinettur, fagott, horn, fiðlu víólu, selló og píanó
Sequentia Super Beata Viscera (1992/93) fyrir flautu, óbó, klarinettu, tenórsaxófón, horn, píanó og slagverk.
 Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði CAPUT í upptökum á Tónlist Riccardos en Guðni Franzson stjórnaði Adagio Clementis og Andreas Graap-Behrendt stjórnaði Berceuse. Vigfús Ingvarsson tók tónlistina upp, Haukur Tómasson var upptökustjóri. Upptökurnar fóru fram í Víðistaðakirkju. Verk beggja höfunda eru gefin út af Suvini Zerboni í Mílanó. © 2001 Kolbeinn Bjarnason |