Forsíðadiskar19. feb. 2001 
English      
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
 Nuove Sincronie: Skandinavísk nútímatónlist 
Nuove Sincronie / Skandinavísk nútímatónlist

SIN-1014 Edizione Sincronie 1995

Það er desember árið 1992 í Milano. Rigning og dumbungur. Fyrstu tónleikar CAPUT-hópsins á Ítalíu í ævagömlu klaustri eftir vel heppnaða tónleika í Amsterdam (Stejdelijk Museum) og Bonn (Beethovenhaus). Tónleikarnir eru liður í ný-tónlistarhátíð Nuove Sincronie. Þeir hefjast samkvæmt ítalskri hefð um kl. 21.30. RAI, ítalska ríkisútvarpið tók tónleikana upp og CAPUT er í banastuði. Upptökur fjögurra verka rata inn á geilsadiska hjá „Edizioni Sincronie“ og þrjú eru á þessum diski. Þetta eru Kotva eftir finnska tónskáldið Harri Suilamo og Triple-Duo eftir annan finna, Timo Laiho. Bæði verkin voru skrifuð þetta sama ár að beiðni Nuove Sincronie fyrir CAPUT í tilefni ferðarinnar. Og þarna flutti Guðni Franzson Due Bagatelle sem Atli Ingólfsson samdi fyrir hann árið 1986.

Flytjendur:

  • Kolbeinn Bjarnason, flauta
  • Guðni Franzson, klarínett
  • Brjánn Ingason, fagott
  • Svanhvít Friðriksdóttir, horn
  • Steef van Oosterhout, slagverk
  • Snorri Sigfús Birgisson, píanó.
  • Gerður Gunnarsdóttir, fiðla
  • Ásdís Valdimarsdóttir, víóla
  • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
  • Guðmundir Óli Gunnarsson, stjórnandi.

Önnur verk á diskinum eru eftir finnsku tónskáldin Juhani Nuorvala, Seppo Pohjola og Veli-Matti Puumala.

© 2001 Kolbeinn Bjarnason


Forsíða 


Vefstjóri© 2001 Músa