|  SIN-1014 Edizione Sincronie 1995Það er desember árið 1992 í Milano. Rigning og dumbungur. Fyrstu tónleikar CAPUT-hópsins á Ítalíu í ævagömlu klaustri eftir vel heppnaða tónleika í Amsterdam (Stejdelijk Museum) og Bonn (Beethovenhaus). Tónleikarnir eru liður í ný-tónlistarhátíð Nuove Sincronie. Þeir hefjast samkvæmt ítalskri hefð um kl. 21.30. RAI, ítalska ríkisútvarpið tók tónleikana upp og CAPUT er í banastuði. Upptökur fjögurra verka rata inn á geilsadiska hjá Edizioni Sincronie og þrjú eru á þessum diski. Þetta eru Kotva eftir finnska tónskáldið Harri Suilamo og Triple-Duo eftir annan finna, Timo Laiho. Bæði verkin voru skrifuð þetta sama ár að beiðni Nuove Sincronie fyrir CAPUT í tilefni ferðarinnar. Og þarna flutti Guðni Franzson Due Bagatelle sem Atli Ingólfsson samdi fyrir hann árið 1986.
 Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason, flauta
Guðni Franzson, klarínett
Brjánn Ingason, fagott
Svanhvít Friðriksdóttir, horn
Steef van Oosterhout, slagverk
Snorri Sigfús Birgisson, píanó.
Gerður Gunnarsdóttir, fiðla
Ásdís Valdimarsdóttir, víóla
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
Guðmundir Óli Gunnarsson, stjórnandi.
 Önnur verk á diskinum eru eftir finnsku tónskáldin Juhani Nuorvala, Seppo Pohjola og Veli-Matti Puumala. © 2001 Kolbeinn Bjarnason |