Forsíðadiskar27. feb. 2001 
English      
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
 Sveinn Lúðvík Björnsson: Portrait  
Sveinn Lúðvík Björnsson: Portrait

Smk-3-98025 Arsus / Smekkleysa 1998

„...Og tónlistin sjálf, sem liggur á milli tveggja tóna, hins fyrri sem vekur eftirvæntingu og hins sem á eftir kemur og kallar fram minningu - sú tónlist virðist oftast koma úr órafjarlægð, einhvers staðar úr undirdjúpum sálarinnar. Óendanlegar viðáttur hugans eru vöggur þessara verka. Yfirborð þeirra er kyrrt, en undir niðri ólgar. Þau eru blíð og ógnvekjandi í senn...“ (Atli Heimir Sveinsson).

Upptökurnar voru gerðar í kjölfar tónleika í Listasafni Íslands haustið 1996 þar sem CAPUT stóð fyrir flutningi á nær allri þeirri tónlist sem Sveinn Lúðvík hafði samið á þeim tíma. Þessi verk eru á hljómdiskinum:

  • Sólstafir (1990) fyrir flautu
  • Kyrra (1989) fyrir fiðlu
  • Gárur (1994) fyrir klarinettu
  • Frá bleikri bauju (1992) fyrir píanó
  • Þögnin í þrumunni (1990) fyrir flautu og gítar
  • Greinar án stofns (1989) fyrir flautu
  • Tveir (1992) fyrir víólu
  • Smitgát (1994) fyrir selló og píanó
  • Að skila skugga - í minningu föður míns (1991) fyrir altflautu bassaflautu og gítar
  • Kvintett (1996) fyrir flautur, klarinettu, fiðlu, selló og píanó
  • Ego is emptiness (1997) fyrir selló og rödd.

Flest verkanna eru hér flutt af þeim hljóðfæraleikurum sem frumfluttu þau. Hið sérstaka tónverk, Ego is emptiness, var samið að upptökunum loknum og getur skoðast sem eftirmáli allra hinna verkanna. Flytjendur eru:

  • Daníel Þorsteinsson, píanó
  • Guðmundur Kristmundsson, víóla
  • Guðni Franzson, klarinetta
  • Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla
  • Kolbeinn Bjarnason, flautur
  • Páll Eyjólfsson, gítar
  • Sigurður Halldórsson, selló og rödd

Hljómdiskurinn var hljóðritaður á vegum Ríkisútvarpsins í Víðistaðakirkju í desember 1995 og í Útvarpshúsinu í ágúst 1997 (Ego is Emptiness). Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Hreinn Valdimarsson og Hjörtur Svavarsson.

© 2001 Kolbeinn Bjarnason


Forsíða 


Vefstjóri© 2001 Músa