CAPUT-Forsíð   Á döfinni
13.10.2003
Enska
Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun

2003::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
 Með fyrirvara um breytingar...CAPUT Ensemble
  • Tónleikar:
    • 15. október: Salurinn, Tónlistarhúsi Kópavogs: Tíbrá – Stórvirki 20. aldar:
      • Pierrot Lunaire eftir Arnold Schoenberg frá árinu 1912 og
      • Le Marteau sans Maitre eftir Pierre Boulez frá árinu 1954 (frumflutningur á Íslandi)
    • Einsöngvari: Helene Gjerris
    • Stjórnandi: Guðmundar Óla Gunnarssonar

    • Pierrot Lunaire og Le Marteau sans Maitre eru meðal merkustu tónverka 20. aldarinnar og fá tónskáld höfðu meiri áhrif á þróun tónlistarinnar á síðustu öld. Verk þeirra heyrast engu að síður mjög sjaldan á tónleikum hérlendis. Pierrot Lunaire var flutt af Rut Magnússon og Kammersveit Reykjavíkur árið 1980 en Le Marteau sans Maitre hefur aldrei verið flutt á Íslandi.

      Pierrot Lunaire er samið við ljóð belgíska skáldsins Albert Giraud, í þýskri þýðingu. Þorsteinn Gylfason hefur þýtt ljóðin á íslensku. Þau fjalla um hinn tunglsjúka trúð Pierrot og samskipti hans við ýmsar aðrar persónur úr Commedia dell´arte leikhúsinu. Pierrot markar einn af hápunktum expressionismans í tónlistarsögunni. Verkið var samið fyrir þýsku revíuleikkonuna Albertine Zehme og fimm hljóðfæraleikara (með flautur, klarinettur, píanó, filðlu/víólu og selló) Verkið var frumflutt í Berlín þann 16. október 1912. Höfundur ætlast ekki til þess að verkið sé sungið en heldur ekki mælt fram á „venjulegan“ hátt. Hver söng/leikkona verður að nálgast þetta margræða verk á sinn eigin hátt en flutningur þess er ein mesta ögrun sem mætt getur einni söngkonu.

      Sem ungur og afar byltingarsinnaður tónlistarmaður skrifaði frakkin Pierre Boulez greinina „Schoenberg est mort“ (með lítilli eftirsjá að því er virtist) árið 1952. Síðan hófst hann handa við samningu Le Marteau sans Maitre sem að mörgu leiti kallast á við Pierrot. Verkið er samið við surrealsísk ljóð franska skáldsins Rene Char. Þorsteinn Gylfason hefur þýtt þessi ljóð í tilefni Tíbrár tónleikanna. Verkið er skrifað fyrir alt-söngkonu, altflautu, víólu, gítar og þrjá slagverksleikara. Hljómur þessa verks er einstakur og heillandi. En tónvefurinn er gríðarlega flókinn og eins og í mörgum öðrum verka sinna frá þessum tíma gerir Boulez nær ómanneskujlegar kröfur til flytjenda ... sem er þá væntanlega ástæða þess að við höfum þurft að bíða í hér um bil hálfa öld eftir íslenskum flutningi.

      Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði FÍH, Félags íslenskra hljóðfæraleikara.

    • Flytjendur á þessum tónleikum eru auk Helene Gjerris og stjórnandans Guðmundar Óla Gunnarssonar:
      • Kolbeinn Bjarnason, flautur
      • Guðni Franzson, klarinettur
      • Auður Hafsteinsdóttir, fiðla
      • Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
      • Bryndís Halla Gylfadóttir, selló
      • Daníel Þorsteinsson, píanó
      • Pétur Jónasson, gítar
      • Guðmundur Kristmundsson, víóla
      • Pétur Grétarsson, slagverk
      • Steef van Oosterhout, slagverk
      • Frank Aarnink, slagverk

    • 15:15 (2003-2004) – tónleikaröðin á Nýja sviði Borgarleikhússins.

  • Hljóðritanir:
    • Tónlist eftir Þorstein Hauksson

  • Útgáfa:
    • Portrett  Atli Ingólfssoni  (BIS)
    • Diskur  með tónlist eftir Þorstein Hauksson, Úlfar Inga Haraldsson, Hauk Tómasson, Snorra Sigfús Birgisson o.fl.









Á döfinniMeðlimirDiskarTónskáldSaganUmfjöllun
Forsíða 


Vefstjóri© 2001 - 2002  Músa