Skjaldarmerki ÍslandsUm vef íslenzka þjóðsöngsins

Af og til hafa okkur borist fyrirspurnir frá útlöndum varðandi íslenska þjóðsönginn. Þegar við rákumst á viðhafnarútgáfu forsætirsáðuneytisins frá 1957 leituðum við leyfa fyrir að mega byggja vef á þeirri útgáfu. Stjórnarráðið veitti leyfi fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Að auki hafa eftirtaldir aðilar veitt leyfi fyrir að þeirra efni megi birta á vefnum:

 • Jón Stefánsson fyrir hönd Kórs Langholtskirkju
 • Júlíana Elín Kjartansdóttir fyrir hönd Kammersveitar Langholtskirkju
 • Vilhjálmur Bjarnason fyrir hönd Lýðveldið sf.
 • Birgir Thorlacius fyrir birtingu greinarinnar „Íslenski þjóðsöngurinn“
 • Hildigunnur Halldórsdóttir fyrir hönd Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Öllum ofantöldum leyfum fylgir það skilyrði að efnið er frjálst til afnota en óheimilt er að breyta, selja eða leigja það efni sem hér er birt - sjá einnig lög um þjóðsöng Íslendinga.

Eftirtaldir aðilar veittu tæknilega aðstoð við uppbyggingu vefsins:

 • Páll S. Guðmundsson, hljóðmeistari hjá Ríkisútvarpsins útbjó hljóðskrár fyrir vefinn
 • Anna Melsteð, vefstjóri Ríkisútvarpsins gaf leyfi fyrir að RealAudio skrár mætti vista á netþjóni útvarpsins
 • Una Margrét Jónsdóttir las yfir próförk að íslenska textanum
 • Jórunn Sigurðardóttir og Hjálmar Sveinsson lásu yfir þýska textann
 • Edward Fredriksen las yfir sænska textann
 • Jan Murtomaa las yfir finnska, sænska og norska textann
 • Oddný Halldórsdóttir, Guðrún Catherine Emilsdóttir og Catherine Eyjólfsson lásu yfir franska textann.

Eftirtalin hljóðrit má sækja á þessum vef:

 • Lofsöngur „Ó, guð vors lands“, Kór Langholtskirkju a cappella. Stjórnandi Jón Stefánsson
 • Lofsöngur „Ó, guð vors lands“, Kór Langholtskirkju með undirleik kammersveitar. Stjórnandi Jón Stefánsson.

Hljóðrit þessi eru fengin af diskinum „Ísland er Lýðveldi“ (ISL 50-2) frá 1994:

 • Upptökustjóri: Bjarni Rúnar Bjarnason
 • Afritanir hjá Ríkisútvarpinu: Hreinn Valdimarsson og Þórir Steingrímsson
 • Útgefandi: Lýðveldið sf.
 • Dreifing: Japis.

Vefurinn var unnin í sjálfboðavinnu og samanstendur af um 150 vefskjölum og skrám.

1. maí 2000

Jón Hrólfur Sigurjónsson
Bjarki Sveinbjörnsson

© 2000 Músík og saga1. maí 2000