Matthías JochumssonMatthías Jochumsson (1835 - 1920)

Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson, höfundur ljóðsins „Ó, guð vors lands“, var fæddur 13. nóvember 1835 að Skógum í Þorskafirði, sonur Jochums Magnússonar og konu hans Þóru Einarsóttur. Hann varð stúdent í Reykjavík 1863 og lauk prestaskólanámi tveimur árum síðar. Hann er eins og allir vita eitt af ástsælustu ljóðskáldum Íslendinga og var mikilvirkur þýðandi erlendra bókmennta á íslenzka tungu. Honum var veitt ýmsikonar viðurkenning. Varð riddari af Dannebrog 30. nóvember 1899, dannebrogsmaður 1. maí 1906, heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands 1920 og heiðursborgari á Akureyri 11. nóvember 1920. Hann var þríkvæntur: 1) Elín Sigríður Diðriksdóttir Knudsen, 2) Ingveldur Ólafsdóttir Johnsen, 3) Guðrún Runólfsdóttir. Séra Matthías andaðist 18 nóvember 1920.

Heimild: Íslenski Þjóðsöngurinn eftir Birgi Thorlacius

© 2000 Músík og saga1. maí 2000