Sveinbjörn Sveinbjörnsson Sveinbjörn Sveinbjörnsson (1847 - 1927)

Sveinbjörn Sveinbjörnsson var guðfræðinemi þegar hann kynntist ungum norskum fiðluleikara og tónskáldi, Johan Svendsen. Svendsen hafði þá nýlokið námi í Leipzig og hvatti Sveinbjörn til að fara til náms í tónlist annað hvort til Leipzig eða Kaupmannahafnar. Sveinbjörn fór því til Kaupmannahafnar en fór síðar til Leipzig þar sem hann nam hjá Carl Reinecke. Sveinbjörn hlaut því tónlistarmenntun langt umfram það sem þekkst hafði á Íslandi. Þar sem ekki var um mörg tækifæri á tónlistarsviðinu á Íslandi í lok 19. aldar settist hann að í Edinborg. Sveinbjörn samdi aðallega sönglög og kammerverk í ljóðrænum stíl í anda Mendelssohn. Hann útsetti talsvert af íslenskum þjóðlögum og samdi „Ó, Guð vors lands“, sem síðar var þjóðsöngur Íslendinga. Fyrir utan nokkrar hljómsveitar rapsódíur eru tvö píanó tríó og fiðlu sónata meðal stærri verka hans. Í tónlistinni gætir áhrifa frá Mendelssohn en þó er hluti efniviðsins íslenskur. Árið 1922 var ákveðið á Alþingi að veita Sveinbirni laun sem gerði honum kleift að snúa aftur til Íslands.

© 2000 Músík og saga1. maí 2000