Nú koma kýrnar - Leikskólinn Kópasteinn

Dæmi

Hugmyndaflugið eitt takmarkar hvernig vinna má svona verkefni. Hljóðskreyting, endurvinnsla, leikgerð eru nærtæk dæmi.

Nú koma kýrnar - Leikskólinn Kópasteinn

Listamenn ýmsir hafa líka nýtt sér þennan þjóðararf. Hér eru fjögur brot af diskinum Raddir þjóðar sem Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson gáfu út árið 2002:

Pégur Grétarsson og Sigurður Flosason
15. janúar 2010

Unnið með þjóðararfinn !

Veturinn 2009-2010 var gerð tilraun í nokkrum leik- og grunnskólum til að vinna með þær gersemar sem varðveittar eru í segulbandasafni Árnastofnunar. Nú koma kýrnar hér til hægri á síðunni er dæm um verkefni úr leikskóla í Kópavogi.

14. apríl 2011 verður dagur tónfræðinnar haldinn í 6. sinn í Tónskóla Sigursveins. Markmiðið er að nemendur í kjarnagreinum (tónfræði, sögu, hljómfræði...) semji eða setji saman verk (númer, flutning) af einhverju tagi fyrir tónleika í skólanum þennan dag. Kennarar hafa haft frjálsar hendur um hvernig verkefni eru lögð upp fyrir nemendur og hefur oft tekist vel til. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum (t.d. best flutta verkið, best samda verkið, frumlegasta verkið) sem þó eru aðeins breytilegir milli ára.

Að þessu sinni vil ég að mínir nemendur gangi í þann þjóðarfjársjóð sem varðveist hefur úr munnlegri geymd á hljóðupptökum í Stofnun Árna Magnússonar. Upptökurnar eru líka aðgengilegar er í Ísmús-gagnagrunninum.

Á síðunni hér til vinstri eru gefin dæmi um hvernig nýta má þetta efni.

Ramminn

  1. Veljið eina af þeim upptökum sem gefnar eru hér neðst á síðunni og semjið verk sem byggir á henni. Verkið verður flutt á tónleikum í Tónskólanum 14. apríl. Tónleikarnir verða teknir upp á myndband.
  2. Verkið getur verið einstaklings- eða hópverkefni (mest þrír saman í hóp). Þið gangið út frá því sem þið kunnið og getið – hljóðfæraleikur, söngur, flutningur (leikræn tilþrif, upplestur, gjörningur), tæknileg færni (tölvu-, hljóð-, myndvinnsla).
  3. Ef utanaðkomandi aðstoðar er óskað, t.d. hljóðfæraleikur, söngur eða tæknileg aðstoð, þurfið þið að bera málið undir mig strax og það kemur upp.
  4. Byrjið strax að ræða ykkur saman og leitið til mín hvenær sem spurningar koma upp eða aðstoðar er þörf. Við förum yfir þetta í sameiningu þar til þið eruð komin af stað með hugmynd.

Hvernig?

Upptökurnar hér fyrir neðan eiga að vara útgangspunkturinn, beint eða óbeint. Ef frá eru talin tímatakmörk (dagur tónfræðinnar er 14. apríl) og eðlileg atriði varðandi umfang (verkið þarf ekki að vera lengra en 3-4 mínútur, og ekki semja fyrir sinfóníuhljómsveit ;o) eru engin sérstök takmörk á því hvernig þið nálgist eða útfærið verkefnið.

Efni

Hlustaðu á upptökurnar hér fyrir neðan og veldu eina til að vinna með.

Upptökurnar eru úr Ísmús.

Jón Hrólfur Sigurjónsson