Músík.is: Forsíða. . . tekur stöðugum breytingum!09.02.2015

 • Músík.is
  opnaði í janúar 1995 og hét þá „Tónlistarsíðan“ – Sjá hugleiðingar frá febrúar 1995. Músík.is er því elsta (og við viljum meina ítarlegasta) upplýsingaveita um íslenska músík sem til er á Vefnum.

 • Markmiðið var, og er,
  safna saman í einn vef vísunum í alla vefi sem á einhvern hátt tengjast íslenskri tónlist eða tónlistarmönnum. Þetta er ekki frumleg hugmynd en sérlega áhugaverð hvað Ísland varðar.

 • Umfang:
  Músík.is telur nú yfir 400 vefsíður, um 3000 vefslóðir og er tæmandi eða nær tæmandi hvað varðar íslenska tónlist á vefnum. Auk íslenskra vefsíðna eru listaðir valdir erlendir vefir sem gagnlegir verða að teljast fyrir áhugafólk um tónlist.

 • Notkun
  Músík.is er nokkuð mikil og fer vaxandi. Til að mynda voru sóttar tæplega 47.500 síður í september 2003, tæplega 1600 á dag að meðaltali. Heimsóknir voru rúmlega 18.000. Til samanburðar voru í september 2002 sóttar tæplega 35.000 síður, rétt rúmlega 1100 á dag.

  Frá því mælingar á notkun Músík.is hófust hefur skipting milli innlendra og erlendra gesta haldist nokkuð jöfn. Ég er ekki viss um að þeir sem miðla upplýsingum á vef geri sér almennt grein fyrir þessu: stór hluti þeirra sem skoðar vefinn skilur ekki íslensku! Hafi menn áhuga á að sem flestir geti nýtt sér þær upplýsingar sem verið er að veita blasir því við að samhliða upplýsingum á íslensku verður að veita upplýsingar á víðlesnari tungu.

 • Uppfærsla
  Músík.is er einföld: Nýjum vefslóðum er bætt inn um leið og undirritaður fæ vitneskju um þær. Óvirkar slóðir eru teknar út eftir sömu aðferð. Í ársbyrjun 1998 datt mér í hug að fróðlegt gæti verið að halda til haga eldri uppfærslum. Þannig má sjá hvernig Músík.is hefur þróast.

 • Allar athugasemdir, uppástungur eða fyrirspurnir eru velkomnar – ef þú veist af spennandi vef sem tengist tónlist og þér finnst eiga erindi á Músík.is máttu gjarnan senda mér slóðina.


  Jón Hrólfur Sigurjónsson <hrolfur@musik.is>

Á Vefnum frá janúar 1995Forsíðamusik@musik.is

©  1995 - 2008  Músa