Átján hugleiðingar um íslenzk þjóðlög fyrir píanó

eftir Ríkarð Örn Pálsson (Höfundur gefur út)

Átján hugleiðingar um íslenzk þjóðlögÚr inngangi: „Eftirfarandi Átján hugleiðingar um íslenzk þjóðlög urðu til á árunum 1999 til 2002.  Sumpart af eigin hvötum, sumpart að áeggjan Ólafs Elíassonar píanóleikara og kennara, er hvatti mig til að útsetja nokkur þjóðlög fyrir lengra komna píanónemendur.  Hefur fyrstu tólf lögum heftisins verið raðað í erfiðleikaröð að tillögum hans.  Síðustu sex gera meiri tæknikröfur.

Lögin eru langflest fengin úr hinu mikla safni sr. Bjarna Þorsteinssonar, Íslenzk þjóðlög (Kaupmannahöfn 1906-09), sem hefur því miður ekki verið endurskoðað. Enda leynast þar innan um ýmis lög sem varla geta talizt íslenzk þjóðlög.  Kann svo einnig að vera í þessu hefti, t.a.m. „Friðriks-lögin“ tvö (nr. 8 og 13) og Strillan í nr. 12.  Til vonar og vara er við hvert lag í lagaskrá vísað innan sviga til blaðsíðutölu í ÍÞ, vilji einhver kanna viðkomandi frumgerð eins og hún birtist þar. Útgáfa þessi naut styrks úr Nótnasjóði FT.“

Reykjavík, á degi íslenzka þjóðlagsins 14. október 2004
Ríkarður Ö. Pálsson
<rikardur@mbl.is> Sími 557 7516

Ríkarður Örn Pálsson Ríkarður Örn Pálsson (b. 1946) grew up in Copenhagen and settled in Iceland in 1960. Working primarily as a music critic since 1979, he has written or arranged vocal and instrumental music for various occasions and media, including film, TV and the stage.

"Pálsson, Ríkarður f. 15.6.1946. Islandsk komponist og musikkritiker (opvokset i KBH.). Studerede kontrabas ved Reykjavik Musikskole, musikhistorie ved Indiana University. Anmelder fra 1978, ved Morgunblaðið fra 1994. Deltager i nordisk TV's Kontrapunkt 1990-98. P har skrevet og arrangeret musik for bl.a. film, TV og teater. I egne arbejder påvirket af flere stilepoker fra renæssance til neo-klassik og genrer som folkemusik og jazz." (Gads Musikleksikon / Bjarki Sveinbjörnsson)

 

Umfjöllun

Jónas Sen – Morgunblaðið, 22. október 2004

RÍKARÐUR Örn Pálsson tónlistargagnrýnandi gaf nýlega út átján hugleiðingar um íslensk þjóðlög fyrir píanó. Þetta eru Sumri hallar, hausta fer, Ljósið kemur langt og mjótt, Ókindarkvæði, Vera mátt góður, o.s.frv. Lögunum er raðað í erfiðleikaröð, þau léttustu eru fyrst en svo syrtir í álinn og síðustu sex eru aðeins á færi afburðapíanóleikara.

Ekki er mikið til af píanóútsetningum íslenskra þjóðlaga sem eitthvað er varið í; útsetningar Jóns Leifs eru t.d. óttalega hugmyndasnauðar og Sveinbjörn Sveinbjörnsson útsetti þjóðlög í gamaldags salonstíl sem venjulegur píanóleikari tekur í nefið. Lagasafn Ríkarðs Arnar er því kærkomin viðbót, ekki bara við það sem til er af útsetningum, heldur við flóru íslenskra píanótónsmíða í heild sinni. Verkin eru nefnilega ótrúlega margbrotin; þetta eru fantasíur þar sem úrvinnsla einfaldra stefjanna kemur sífellt á óvart án þess að virka tilgerðarlega. Sexundahlaupin í Draumkvæðinu, spænskur takturinn í Friðriki VII kóngi og listilega vel gerð fúga í Nú skal seggjum segja fær mann nánast til að gapa af undrun, en þrátt fyrir það er framvindan ávallt eðlileg; Ríkarður virðist geta látið hvað sem er hljóma sannfærandi og í rökréttu samhengi við annað í tónlistinni án þess að heildarmyndin bjagist.

Tónsmíðarnar eiga sumar hverjar fullt erindi við lengra komna píanónemendur, og jafnvel þá sem styttra eru komnir, en sem slíkar vantar þær tilfinnanlega fingrasetningar. Að öðru leyti er safnið svo gott sem fullkomið; frágangurinn er prýðilegur fyrir utan smávægilega prentvillu á einum stað (taktur 35 í Vera mátt góður þar sem nótnahálsar eru vitlausu megin) og er óhætt að benda píanókennurum á útgáfuna auk þess sem ég skora á einhvern stórpíanista landsins að flytja verkin, helst öll, í nánustu framtíð.

- - - - - - - - - - - -

Poul Rosenbaum, pianist – leder for Ishøj Kulturskole, Øresunds Solist og Copenhagen Summer Festival

"Musikken besidder både pædagogiske, instrumentale og kunstneriske kvaliteter, som gør dem meget interessante for en bredere kreds."


Músík.isÚtgáfa og verslun14.09.11