08.08.2010

Í aðalnámskrá framhaldsskóla – listir (1999) er lögð áhersla á að allir nemendur listnámsbrautar „tileinki sér þekkingu á því menningarlega samhengi sem list og/eða hönnun sprettur úr, á listrænum menningararfi og á helstu stefnum og straumum í listheiminum“ (bls. 14). Ennfremur að „þeir skoði alla þætti listalífsins, myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans og leiklist, hvern í samhengi við annan og við félagslegt og heimspekilegt umhverfi“ (bls. 16).

Hér er í fyrsta sinn reynt að bregðast við skorti sem verið hefur á íslensku námsefni sem þjónar þessum markmiðum hvað varðar tónlist og tengls hennar við aðrar listgreinar. Námsefnið gerir skil tónlistarþætti áfangans LIM 103 Menningarsamhengi og saga. Þetta er gert í rituðu máli og með fjölda hljóðdæma á geisladiskum. Hverjum kafla fylgja viðeigandi könnunarverkefni fyrir nemendur ásamt upplýsingum um heimildir.

Efnið er hannað með það í huga að það nýtist nemendum sem ekki hafa formlegt tónlistarnám að baki og kennurum sem eru sérfræðingar í öðrum listgreinum en tónlist. Sérstök áhersla er lögð á að skoða sögu evrópskrar tónlistar og sjónlista í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika og hugmyndafræði hvers tíma. Sérstaklega er fjallað um íslenskan tónlistararf og hliðstæður hans jafnt sem sérstöðu miðað við erlenda tónlist.

Það er von okkar höfundanna að efni þetta nýtist nemendum og kennurum LIM áfanga sem best.

 

Námsefnið samanstendur af:

  • námsbók
  • kennarasvörum og
  • tveimur geisladiskum með alls 50 tóndæmum

Sjá nánar um innihald í efnisyfirliti.

Á þessum vef hyggjumst við koma á framfæri ítarefni og ábendingum ýmsum sem gagnast geta kennurum jafnt og nemendum í tengslum við námsefnið. Um að ræða fyrstu útgáfu þessa efnis og eru allar ábendingar um villur eða aðra agnúa vel þegnar. Reynt verður að koma leiðréttingum á framfæri hér.

Vinsamlegast hafið sambandi ef frekari upplýsinga er óskað.s

Þórir Þórisson – Sími: 552 9004 / t-póstur: <thoris@ismennt.is>
Jón Hrólfur Sigurjónsson – Sími: 821 6413 / t-póstur: <hrolfur@musik.is>

musik@musik.is© 2004 Músa 08.08.2010