Baráttumálin í upphafi nýs áratugar.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Eins og fram kemur á eftirfarandi upptalningu þá hafa baráttumál Tónskáldafélagsins verið í rauninni þau sömu frá upphafi, þ.e. kynning á tónskáldum og verkum þeirra og samtímis að auka flutning og útgáfu íslenskrar tónlistar:

Nýtt áreiti rak á fjörur Tónskáldafélagsins í byrjun 9. áratugarin. Félag alþýðutónskálda, FTT, hafði verið stofnað og bankaði nú á dyr bæði hjá Tónskáldafélagi Íslands og STEFi. Þótti mönnum þeir sækja mál sitt að nokurri heift. Ritaði Valgeir Guðjónsson m.a. harðvítuga grein í Helgarpóstinn en henni var svarað af hörku frá hendi Tónskáldafélagsins. Í byrjun árs 1989 lagði formaður fram skýslu ársins á undan og kemur fram í henni m.a.:

Enn var rætt um tónlistarflutning í útvarpinu um miðjan áratuginn. Flutningur popptónlistar hafði aukist til muna á kostnað tónlistar meðlima tónskáldafélagsins. En það sem í dag vekur athygli er að á þessum tíma pantaði sjónvarpið tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur (í tengslum við ár tónlistarinnar 1985). Í framhaldi af því ræddu menn þá hugmynd að gerður yrði sjónvarpsþáttur um íslensk tónskáld. Fáir slíkir munu vera til í safni sjónvarpsins.

Á aðalfundi sem haldinn var 14. mars 1987 kom fram að Norrænir Músíkdagar sem haldnir voru árið 1986 hafi verið aðal viðfangsefni ársins. Þorkell Sigurbjörnsson kom fram með þá spurningu á fundi fyrir hverja Norrænir Músíkdagar væru eiginlega haldnir? Var ástæða þessarar spurningar sú að út voru sendir 600 boðsmiðar á hátíðan en eingungis 400 seldir. Fram kom einnig að norræna menningarmálanefndin hefði verið hér að störfum á sama tíma en einungis einn fulltrúi hennar hefið komið á tónleikana. Ein af skýringunum fyrir dræmri aðsókn á NMD 1986 var m.a. sú að fjáröflun gekk illa og á sama ári var haldin Listahátíð í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar og N.ART hátíð.

Ákveðnar breytingar voru fyri dyrum á skipulagi NMD. Fram hafði komið að árið 1988, en þá yrðu NMD haldnir í Stokkhólmi, yrði dómnefndin lögð niður en í stað hennar skipuð þriggja manna alþjóðleg nefnd til að leita að hinum "eina sanna norræna tóni".

Hin eilífa barátta við að fá tónlist meðlima Tónskáldafélagsins flutta var viðvarandi. Mikil vonbrigði voru með I.S.C.M. hátíðina, en á henni voru afarsjaldan flutt íslensk verk. Voru á þessum tíma uppi raddir þess efnis að segja sig úr samtökunum.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998