Erlend samskipti


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Ljóst er, að framganga ýmissa mála á vegum Tónskáldafélags Íslands gekk hægt fyrir sig. Má þar til nefna ýmist samstarf við systurfélögin á Norðurlöndum, en mikil fjarlægð og mikill ferðakostnaður kom í veg fyrir reglulega þátttöku í þessu samstarfi. Einnig var sú spurning frammi hvort Ísland hefði þann ávinning af samstarfinu sem til væri kostað, eða eins og segir í fundargerð 17. október 1965:

Tónskáldafélagið vann vel að því að bæta þessi samskipti og fór Jón Leifs m.a. til hinna norðurlandanna við að vinna að þeim málum.

Tónlistardagar Norræna tónskáldaráðsins voru haldnir í Reykjavík sumarið 1967. Undirbúningingurinn hófst þegar haustið 1965 en þá var gert ráð fyrir að tónlistardagarnir yrðu haldnir árið eftir. Ljóst er að fjármögnun slíkrar hátíðar var ekki síður erfið þá en nú og taldið menntamálaráðherra sá sér ekki fært að láta neitt fé að ráði í slíka framkvæmd. Hugmyndir komu fram í þá veru að selja hljóðritanir af tónleikunum til útvarpsstöðva norðurlandanna og á þann hátt ná inn fjarmagni til framkvæmdanna. Skrifaði Jón Leifs m.a. bréf til formanna norrænu tónskáldafélaganna í lok árs 1965 til að leita eftir stuðningi þeirra í þeim efnum. Í janúar 1966 fór Jón Leifs til Noregs og Svíþjóðar til skrafs og ráðagerða við formenn norrænu tónskáldafélaganna um undirbúning tónlistardaganna. Á framhaldsaðalfundi 17. febrúar 1966 má lesa um framvindu þessa máls:

Tónleikarnir voru svo haldnir haustið 1967 og þóttu takast vel í hvívetna. Lesa má af því tilefni í fundargerð 29. september 1967 eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á þeim fundi:

Baráttan var eilíf hvað varðaði aukinn flutning á íslenskri tónlist, bæði á opinberum tónleikum og í útvarpi.

Árið 1968 var örlagaríkt ár í sögu félagsins. Á því ári var stofnfundur íslenskrar tónverkamiðstöðvar haldinn í herbergi 513 á Hótel Sögu og markaði sá fundur tímamótauppgjör í formennsku. Á þessu ári lést Jón Leifs og féll þar í valinn einn sérstæðasti foringi íslenskra félagasamtaka sem um getur á þessari öld.

Sérstakt má telja að síðasta ár Jóns Leifs sem formaður félagsins skyldi vera mest áberandi fyrir það að hann lenti í mikilli baráttu við þá aðila sem hann hafði staðið í baráttu fyrir, og með, síðan árið 1945. Má þar til nefna eins og bent hefur verið á uppgjörið hvað varðaði stofnun tónverkamiðstöðvarinnar.

Upp kom mál í tengslum við sameign Jóns Leifs og Tónskáldafélagsins á húseigninni að Bókhlöðustíg 2. Hafði Jón yfirtekið persónulega hagstætt lán sem tónskáldafélagið hafði fengið í tengslum við þessi húsakaup. Taldi Jón sér ólíft í húsinu saman með Tónskáldafélaginu vegna þróunar mála í tengslum við stofnun Tónverkamiðstöðvarinnar. Þessi mál þróuðust á þann hátt að í byrjun árs 1969 fóru fram umræður við ekkju Jóns Leifs, frú Þorbjörgu Leifs um kaup á húseigninni. Niðurstaða þeirrar umræðu var sú að frú Þorbjörg vildi ekki selja sinn hluta í húseigninni, en var á sama tíma tilbúin að leigja hluta hennar áfram til STEFs, en leysa vandamál tónskáldafélagsins með því að þeir fengju einnig inni í húsinu, en þó með því skilyrði að Bandalag Íslenskra Listamanna kæmi einnig þar inn. Má ætla að þetta fyrirkomulag hafi m.a. verið sett fram til að halda minningu Jóns Leifs á lofti í einni húseign, en öll þessi félög er nátengd persónunni Jóni Leifs.

Niðurstaðan varð sú að Tónskáldafélag Íslands og STEF keyptu sameiginlega húseignina Laufásveg 40 og opnaði það möguleika á að ráða starsmann fyrir bæði félögin ásamt því að reka erindi þeirra og tónverkamiðstöðvarinnar útávið ásamt að sjá um almenn skrifstofustörf. Starfarækja félögin skrifstofur sínar í þessu húsnæði í dag.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998