Norræna tónlistarhátíðin 1954


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Íslendingum öðlaðist réttur til að halda hinar Norrænu tónlistarhátíðir er Ísland varð aðili að Bernarsambandinu haustið 1943 en hátíðir þessar hafa verið viðburður í hverju norðurlandanna fyrir sig annað hvert ár frá árinu 1947 (þó fjórða hvert ár frá 1888 - 1938, en féll þá niður í 9 ár vegna stríðsins. Íslendingar áttu fulltrúa fyrsta sinni árið 1938).

Það kom fyrst í hlut íslenska tónskáldafélagsins að halda hátíðina, árið 1954. Undarlegt verður að teljast, ekki síst í ljósi baráttu Jóns Leifs fyrir kynningu á íslenskri tónlist, að ekki var flutt íslensk tónlist á hátíðinni. Verður nú fjallað um hvernig á því stóð.

Í bókun Tónskáldafélagsins á fundi þess sem send var útvarpi og blöðum segir eftirfarandi:

Ennfremur segir í bókun frá stjórnarfundi félagsins :

Ennfremur segir í fundargerðinni:

Hvað er það sem vakir fyrir Jóni Leifs með þessu? Ef hann treystir hinum íslensku"listrænu kröftum" - og má ætla að hann eigi við hljófæraleikara og hljómsveit - til að flytja tónlist hinna Norðurlandanna, hvað var þá að vanbúnaðar að leika verk íslensku tónskáldanna? Hann hafði barist fyrir því í stjórn Tónskáldafélagsins að fá setta á stofn tónlistarnefnd við Ríkisútvarpið til að vera til ráðleggingar um flutning á Íslenskri tónlist þar. Hann hafði oft gagnrýnt tónlistarstjórann og tónlistarráðunautinn fyrir að leika ekki meira af íslenskri tónlist. Stjórn félagsins hafði sett fram óskalista um hve oft íslensk tónlist væri flutt í útvarpinu. Frá útvarpsins hálfu hafði verið gefið í skyn að upptökur væru lélegar og flutningurinn eftir því. Að manni læðist sá grunur hvort Jón Leifs hafi ekki hér verið að staðfesta það sem útvarpsmenn sögðu!

Það er skiljanlegt að gagnrýni kæmi fram á hátíðina hvað varðar hlut Íslands. Jón Þórarinson skrifaði m.a. í Helgafell:

Þarna glötuðu íslendingar góðu tækifæri til að kynna sína tónlist og gefa norrænum kollegum dálitla mynd af stöðunni eins og hún var á þeim tíma. Þeir hefðu ekkert þurft að skammast sín fyrir vel valið íslenskt framlag, því þá þegar voru til mörg ágætis tónverk, sem samin voru bæði í stíl fyrri alda, og einnig nokkur verk sem á þeim tíma voru framsækin 20. aldar tónverk. Eftir situr þó spurning hvort það álit Jóns Leifs, sem kom fram við Alþingishátíðina 1930, að á Íslandi yrði engin listræn tónlist samin nema af honum, hafi breyst.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998