Samstarf um tónlistarflutning



Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Aðalfundur 16. apríl 1988 var á vissan hátt sögulegur en þá náði Skúli Halldórsson ekki kosningu í stjórn félagsins. Gekk þá Skúli af fundi og lýsti kosningu í stjórnina ólöglega. Þar með lauk áratuga stjórnarseta Skúla Halldórssonar í stjórn Tónskáldafélags íslands.

Í framhaldi af þessum aðalfundi var rætt samstarf við íslensku Hljómsveitina, sem stofnuð hafði verið árið 1980 af Guðmundi Emilssyni og fleirum, og einnig var skrifað til Menntamálaráðherrra og Ólafs B. Thors varðandi aðild Tónskáldafélagsins að ráðherraskipaðri nefnd um framtíðarskipan tónlistarmála á Íslandi. Ljóst var að Tónskáldafélagið varð að gerast aðili að þeim stofnunum er sáu um tónlistarflutning í landinu. Flutningur á íslenskri tónlist í ríkisútvarpinu dróst jafnt og þétt saman og sama gilti flutning á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Undirbúnar voru tillögur um stofnun "elítu" hljómsveitar sem hafði flutning íslenskrar og erlendrar nútímatónlistar að verkefni. Haft var samband við Poul Zukofsky varðandi málið og leita stuðnins á ýmsum vígstöðvum.

Uppi voru efasemdir meðal félagsmanna að gera fjárhagslegar skuldbindingar við Íslensku hljómsveitina sem var undir forystu Guðmundar Emilssonar. En meiri áhugi kom fram um stofnun "elítu" hljómsveitar.

Í byrjun janúar 1989 kom fram áhugi á að stofna rannsóknar- og tölvutónlistarmiðstöð í samvinnu við Háskóla Íslands.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998