Tónlistarnefnd Tónskáldafélagsins


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Eitt af verkefnum félagsins var að stofna tónlistarnefnd til að gera tillögur um flutning tónlistar í útvarpinu. Skyldi félagið hafa fulltrúa í henni og fór þess á leit að útvarpslögum yrði breytt til þess að því gæti orðið. Hinn 15 apríl 1951 ritaði félagið eftirfarandi bréf til formanns útvarpsráðs, Ólafs Jóhannessonar:

Þann 15. maí 1951 ritar svo Tónskáldafélagið eftirfarandi bréf til Útvarpsráðs:

Þessar tillögur urðu að sannkölluðu baráttumáli. Tveimur árum síðar, þ.e. þann 11. mars 1953 birtust þessar tillögur í dagblöðum. Jón Leifs boðaði fréttamenn útvarps og blaða á sinn fund daginn eftir. Frétt kom í Morgunblaðinu frá þeim fundi og segir í henni m.a.:

Sama dag barst Tónskáldafélaginu úrsagnarbréf Jóns Þórarinssonar.

Í viðtali formanns og varaformanns Tónskáldafélagsins við formanns útvarpsráðs kom fram að, að hans áliti kæmi það ekki til greina, að útvarpsráð setti einhverjar reglur um flutning tónlistar í útvarpinu. Útvarpið hefði tvo menn, Pál Ísólfsson og Jón Þórarinsson sem störfuðu með fullu umboði útvarpsráðs við að sjá um tónlistardagskrá útvarpsins. Með öðrum orðum; þeir réðu þessu í einu og öllu sjálfir.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998