Tónskáldasjóður Íslands


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Eitt af fyrstu baráttumálunum við stofnun Tónskáldafélags Íslands var að tónskáld yrðu metin til jafns við rithöfunda þegar kom að því að greiða svokölluð listamannalaun. Voru tónskáld ekki einu sinni amlóðar í baráttunni við fullsterka þegar koma að því að meta þau til verðgildis á móti rithöfundum við úthlutun listamannalauna. Varð jöfnuður á við rithöfunda mikið baráttumál að nýju á níunda áratugnum og einkum þó í þeirri stjórn er í sátu Hjálmar H. Ragnarsson, Karólína Eiríksdóttir og Leifur þórarinsson. Var herjað allhressilega á stjórnmálamenn að taka nú á þessum málum. Niðurstaðan varð sú að það kerfi sem nú er við líði var stofnað upp úr þessari orustu stjórnar Tónskáldafélagsins. Upp úr þessu urður til Rithöfundasjóður, Listasjóður, Myndlistastjóður og Tónskáldasjóður. Komu þeir í stað Rithöfundasjóðs annarsvegar og hinsvegar Listasjóðs en í þeim síðastnefnda voru "alli hinir". Um leið og þessir sjóðir voru stofnaðir voru lögð niður margumdeild Listamannalaun sem voru orðin til hálfgerðra vandræða þar sem ekki þótti við hæfi að taka menn af þeim hefðu þeir einu sinni fengið þau. Úr þessum nýju sjóðum fá menn í dag svokölluð starfslaun listamanna.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998