Tónlistarsýningin 1947


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Á öðrum fundi Tóskáldafélagsins, 6. janúar 1947, beitti félagið sér fyrir því að komið yrði á tónlistarsýningu. Tillagan kom frá Jóns Leifs. Til að sjá um þessa sýningu voru kosnir þrír menn í nefnd, Jón Leifs, Karl O. Runólfsson og Hallgrímur Helgason. Á sama tíma var mikil sýningaralda í Reykjavík. Má þar nefna byggingarsýningu, sjávarútvegssýningu, og af tónlistarsýningunni tók svo við landbúnaðarsýning. Þessi sýning var fyrsta tónlistarsýningin sem haldin var á Íslandi. Við opnunina voru m.a. viðstaddir ráðherrar og fjöldi erlendra gesta.

Á sýningunni mátti sjá ýmis forn hljóðfæri og var í tengslum við hana m.a. leikið á afsteypur fornra lúðra er fundist höfðu í jörðu í Danmörku. Umfjöllun fór fram um helstu þætti íslenskrar tónlistarsögu fram að þeim tíma og síðast en ekki síst var einn veggurinn skreyttur myndum af hljóðfæraleikurum að leika á hljóðfæri sem um hljómsveit væri að ræða. Höfuðtilgangur hátíðarinnar var m.a. að leggja fram nótur íslenskra tónverka sem óþekkt voru og nota tækifærið til að benda almenningi á ýmislegt sem gæti orðið tónlistinni í landinu til framdráttar – eins og til dæmis eitt stykki synfóníuhljómsveit! Kristján Eldjárn magister (síðar forseti Íslands) fjallaði um þessa sýningu í tímaritinu Samvinnunni og vitnar í grein sinni í fylgirit sýningarinnar. Þar segir m.a.:

Á sýningunni mátti sjá ýmis hljóðfæri, allt frá gömlum bronslúðrum, til algengustu hljómsveitarhljóðfæra nútímans. En það varð nú samt á öðrum vettvangi en hjá Tónskáldafélaginu sem baráttan fyrir "hinum mikla draumi hljómlistarmanna" fór fram, eða með öðrum orðum, stofnun hljómsveitar.

Við opnun tónlistarsýningarinnar kynnti Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra reglugerð um flutningsrétt á ritverkum og tónsmíðum. Þar með var Tónskáldafélag Íslands gildur aðili að Norræna tónskáldaráðinu ogum leið jafn rétthátt tónskáldafélögunum á hinum Norðurlöndunum.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998