Upphafið.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Miðvikudaginn 25. júlí árið 1945, komu saman á aðalskrifstofu Ríkisútvarpsins, til þess að ræða um stofnun Tónskáldafélags Íslands eftirtaldir menn: Jón Leifs, Páll Ísólfsson, Sigurður Þórðarson, Karl O. Runólfsson og Helgi Pálsson. Frumkvæðið að fundi þessumátti Jón Leifs. Hafði hann reynt að koma boðum um fund þennan til allra þeirra er við tónsmíðar fengust og félagar voru í Félagi íslenskra tónlistarmanna, en vegna fjarveru og annara forfalla gátu ekki fleiri mætt á fundinum en ofan greinir. Félagið var stofnað á fundinum og nefnt Tónskáldafélag Íslands. Tilgangur þess er meðal annars, að gæta hagsmuna íslenskra tónskálda. Félagar gátu öll þau tónskáld orðið, sem voru meðlimir í Félagi íslenskra tónlistarmanna.

Hér var um sögulegan fund að ræða því það var hér sem Jón Leifs kom fullur orku inn í íslenskt tónlistarlíf. Í nafni félagsins, og síðar í nafni STEFs sem hann gegndi formennsku í , átti hann eftir að berjast með kjafti og klóm í orðsins fyllstu merkingu fyrir réttindamálum íslenskra tónskálda, bæði á innlendum og á alþjóðlegum vettvangi. Starf hans á vegum þessara félaga átti eftir að kosta átök og stríð og í nokkrum tilfellum leiddi til vinarslita og vonbrigða. En það sem eftir stendur er óumdeilanlegt þrekvirki frá hendi Jóns Leifs hvað varðar félgas- og höfundarréttarmál tónskálda jafnt á Íslandi, á Norðurlöndum og í sumum tilfellum á alþjóðlegu sviði. Það skal tekið fram að í málefnum STEF's sem á þessum árum voru nátengd málefnum Tónskáldafélagsins, var annar kappi, Sigurður Reynir Pétursson lögfræðingur er hafði numið lögfræði í London með sérstaka áherslu á höfundarréttarmál.

Á fyrrnefndum fundi 1945 lagði Jón Leifs fram frumvarp að lögum fyrir félagið og var það samþykkt og undirritað af öllum fundarmönnum. Páll Ísólfsson var kosinn formaður að tillögu Jóns Leifs og Sigurðar Þórðarsonar, Hallgrímur Helgason, sem ekki var á fundinum var kosinn ritari og Helgi Pálsson gjaldkeri. Á fundinum var einnig samþykkt að bjóða Árna Björnssyni, Árna Thorsteinsson og Hallgrími Helgasyni að ganga í félagið. Næsta fundargerð var ekki rituð fyrr en 18. október 1946 en þá var Tónskáldafélagið þegar farið að berjast fyrir réttindum félagsmanna sinna og hafði í því sambandi sent Menntamálaráði Íslands svohljóðandi bréf:

Á þriðja fundi Tónskáldafélagsins í janúar 1947 leggur Jón Leifs fram tillögu þess efnis að:

Ef Jón Leifs hefði haft einhverja hugmynd um hverju hann var að koma í gang með þessum tillögum sínum, þá gæti maður efast um að hann hefði fylgt þeim eftir. Sú barátta sem hann átti eftir að heyja fyrir réttindum íslenskra tónskálda, og flutningi á verkum þeirra, varð nánast ofurmannleg.


Forsíða
Efnisyfirlit
Áfram

Bjarki Sveinbjörnsson ©
11. október 1998