Músík.is

ALLIR íslenskir vefir sem tengjast tónlist, og meira til !

á vefnum í 21 ár !

05.02.2016
Musik.is English
English
PósturUm Músík.is
Á ÞESSARI SÍÐU:
 » Nýtt efni
 » Fréttin
 » Ummælin
 » Pistillinn
 » Molinn
 » Slóðir
 » Þá og nú
 » Sérvefir
 » Myndskeiðið
 » Hljóðritið
 » Pælingin...
SVEITIN

SÉRVEFIR
TÓNLISTARMAÐURINN
MOLINN


HLJÓÐRITIÐ
Hljóðrit
FRÉTTIN
13. janúar 2015

Jóhann JóhannssonJóhann Jóhannsson vann Golden Globe í Hollywood !

Jóhann hlaut viðurkenninguna fyrir tónlistin í kvikmyndinni the Theory of Everything sem fjallar um ævi eðlisfræðingsins Stpehne Hawkins... [Meira]


SLÓÐIR


UMMÆLIN
Ummælin
ÞÁ OG NÚ
30. júní 2015

Lífskjörin þá

Ólufa Finsen var mikil merkis kona sem lagði drjúgt til tónlistarfræðslu í landinu þegar allt var með öðru sniði en nú. Hér er lýsing hennar á lífskjörum alþýðufólks á Íslandi fyrir 150 árum:

Olufa Finsen„... Ég ætla nú alls ekki að tala um það að hinir efnaðri Íslendingar – prestarnir eru ekki einu sinni í hópi þeirra – eiga ekki öðrum eins lífsþægindum að fagna og bændurnir hjá okkur, ég meina sjálfseignarbændurna. Allstaðar eru hér aðeins moldarkytrur, stundum þyljaðar, en sjaldan er til ofn hjá prestunum eða á álíka stöðum, og hjá bændunum er aldrei ofn. Þarna þola þeir hinn mikla kulda með því að harðloka bænum og hnypra sig saman (oft 20-30) í lítilli kytru, og er loftið þar slíkt, að ekki er hægt að ímynda sér. Þannig halda þeir á sér hita, veslingarnir. Það er svo sem auðvitað, að rúmin eru öll í sama herbergi og eru bæði stólar og borð um leið. Svo ganga karlmennirnir oftast í skinnklæðum, og þegar þeir eru orðnir holdvotir fara þeir heim og sitja í fötunum í köldu herbergi, án þess að geta þurrkað föt sín, ef smábörn eru á bænum þurrka mæðurnar föt þeirra á berum sér. Maður getur ímyndað sér hvernig heilsufarið er í slíkum aðstæðum ásamt sóðaskap og slæmum lifnaðarháttum. Fátæklingarnir t.d. bragða aldrei annað en þurran fisk með örlitlu af tólg eða lýsi, sykur- og mjólkurlaust kaffi, í hádegisverð er rúgmjöl í soðnu vatni með einhverju í...“ [Meira]

 
Googleleit á Músík.is...
Á döfinni  ::::  tónleikar – tónleikaraðir –hátíðiviðburðirkeppnir...
Félög og samtök...
Nám og kennsla  ::::  tónlistarskólarnámsefnitónfræðinámskeiðlistfræðslaskapandi greinarfélög tónlistarkennara...
Stílar og stefnur  ::::  Jazzklassík, ópera og söngur – danstónlist – blús – rokk – kántrý – tilraunamúsík...
Sveitir og hópar á vefnum...
Söfn  ::::  gagnabankar – blöð & tímaritorð og hugtök...
Textar og skrif  ::::  textargítargrip – ritgerðir – greinar – gagnrýni...
Tól og tæki  ::::  hljóðfæri (viðgerðir / smíði) – græjur – nótanskrift – forrit – hljóðver...
Tónlistarmenn íslenskir á vefnum...
Tónlistarsaga ::::  rannsóknirlátnir tónlistarmennfornar sveitirplötuútgáfa fyrri tíma..
Tónskáld  ::::  Íslensk tónlist
Útgáfa – miðlun – verslun  ::::  útgefendur – diskar/plöturnóturvideo...
Annað áhugavert  ::::  Útvarpsjóðir og styrkirljósmyndir – fjölmiðlar menning...

MYNDSKEIÐIÐ

PISTILLINN
 
  • Einn tónlistarskóli fái fjármagn11. desember 2015:
    • Alvarleg staða tónlistarskóla í Reykjavík – hvar liggur ábyrgðin? (Kristinn Örn Kristnsson - Vísir.is): „... Hver ber ábyrgð? Samkvæmt málflutningi borgarlögmanns nú nýverið hefur samkomulagið frá 2011 ekki breytt ábyrgð borgarinnar gagnvart tónlistarskólunum, samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Til grundvallar liggi meðvituð ákvörðun borgarinnar um að leggja ekki fé úr eigin sjóðum til tónlistarkennslu á framhaldsstigi...“
  • 26. nóvember 2015:
    • Tónlistarnám fyrir rétti (Freyja Gunnlaugsdóttir – Vísir.is): „Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhaldsstigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins...“
  • 21. nóvember 2015:
    • Á afmæli Bjarkar (Silfur Egils): „... En að tónlistinni er nú sótt af yfirvöldum. Tónlistarskólar eru í fjársvelti og mæta litlu nema þvergirðingi og stífni frá yfirvöldum. Ég sé á Facebook að borgarstjórinn í Reykjavík mærir Björk á afmælinu. Besta kveðjan sem hann gæti sent henni og okkur hinum er að taka nú myndarlega á vanda tónlistarskólanna – jú, og bara leysa hann...“

  • Eldri pistlar um tónlistarfræðsluna...
SKRIF um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu
 

PÆLINGIN
29. janúar 2016

Pælingin„... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan...“ Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun
Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum

Pétur Húni Björnsson. BA-gráðu í þjóðfræði. Háskóli Íslands (2015)

„... Einn duglegasti meðsafnari Bjarna [Þorsteinssonar við söfnun íslenskra þjóðlaga] var Benedikt Jónsson á Auðnum í Laxárdal. Hann sendi Bjarna samtals 115 lög og mörg þeirra voru prentuð í Íslenzkum þjóðlögum eins og Benedikt sendi þau eða voru notuð sem stuðningsheimild um önnur skyld lög í bókinni. Bjarni hlaut nokkra gagnrýni fyrir að vera ekki nógu duglegur að vinsa erlend lög úr safni sínu en einnig fyrir óvönduð vinnubrögð við uppskrift og úrvinnslu þeirra gagna sem honum voru send. Farið er yfir söfnuna og úrvinnsluna og reynt að leggja mat á vinnubrögð Bjarna með samlestri gagna.“ [Meira]   

Á vefnum frá janúar 1995 Tónlistarsafn Íslandsmusik@musik.is

Googleleit á Músík.is... — virkar ekki í Internet Explorer !
Loading